Sunday, March 04, 2007

Dagurinn í dag.............
Er ógeðslega þreytt og pirruð. Vaknaði ekki nema 3svar í nótt af þessum yndislegu 2 hundum sem búa á neðri hæðinni. Eitt skiptið voru lætin svo mikil að það var eins og allt húsið hristist, ég snéri mér á hina hliðina og hugsaði frábært fæ jarðskjálfta ofaní öll lætin =) Það vill svo skemmtilega til að þau flytja núna í maí.
Talandi um maí þá erum við búin að kaupa miða til Flórída. Er að fara með mömmu, pabba, Rúnu og gormunum í frí til Flórída og Bahamas. Við verðum þar 18. maí til 7. júní, how nice isn't that. Spurning hvort ég reyni að vera svo heima í nokkra daga á eftir, þetta verður alla vega sumarfríið mitt þetta árið. Vinn svo allt sumarið eins og í fyrra og líklega aftur næsta sumar.
Já ég og Jessica erum að skipuleggja næsta stóra ferðalag. Ef allt fer að óskum æltum við 2008 í 9 vikna ferðalag um S-Ameríku og fara og skoða Galapagoseyjarnar í leiðinni. I know ógeðslega spennandi.
Ferðalög eru eins og fíkniefni, maður verður fljótt háður þeim.

Bið að heilsa í bili.
Ferðafíkillinn

No comments: