Friday, March 16, 2007

Þá er námskeiðið alveg að verða búið. Hópurinn ætlar að skella sér út að borða í kvöld til að ljúka námskeiðinu með stæl....... Annars var þetta mjög skemmtilegt námskeið þó svo að það hafi verið erfitt. Við prófuðum að kafa niður á 50 m dýpi og ég get sagt ykkur að það er ódýrasta fyllerí sem ég hef farið á. Það var ekki hægt að tala við hina vegna þess að maður hljómar eins og skríplarnir þ.a.l. hlógum við eins og bjánar, við fengum síðan reikningsdæmi sem við áttum að leysa þarna niðri og ég get sagt ykkur það að maður hugsar ekki mjög skýrt. Ég gat ekki reiknað 2+2 x 1,5 =) Fengum heimaverkefni og í dag praktíska æfingu. Við vorum með dúkku sem sjúkling og áttum að taka fram allt sem við gætum þurft að hafa með okkur niður í súrefnisklefann, hvernig við myndum forgangsraða lyfjunum o.s.frv. og svo kom sjúkrabíll og sótti okkur (alveg eins og í alvörunni) ég og ein önnur sátum svo í sjúkrabílnum á leiðinni inn á herstöðina. Þegar við vorum komin þangað þá var bara að setja í gang og við lékum meðferð, köfuðum niður á 15 m dýpi á áttum að hjúkra dúkkunni á meðan. Ekkert smá frábær vika, í næstu viku tekur svo alvaran við, þá eigum við að vera með alvöru sjúklinga, fyrst er ég aukalega og svo ein......
Bráðum tekur svo við námskeið í fyrstu hjálp þar sem ég fer að byrja á sjúkrabílnum líka.
Ekki má svo gleyma að ég ætla að læra að kafa þannig að það er mikið um að ske hjá minni þessa dagana.

Langt og kannski leiðinlegt rapport fyrir ykkur, ég skemmti méralla vega konunglega
Ha det bra
Doris

No comments: