Wednesday, February 11, 2004

Þá er ég búin að skila af mér fyrsta helmingnum í fyrstu ritgerðinni minni á sænsku. Við Íslendingar erum ekki þeir einu sem eigum skemmtileg orð yfir hlutina. Í gær í verknáminu var ég spurð hvort ég væri VUB, ég sem vissi ekki hvort væri verið að gera grín að mér, uppnefna mig eða eitthvað þaðan af verra bað viðkomandi vinsamlegast að sleppa sænsku frösunum þar sem ég hefði ekki hugmynd um hvað hann væri að segja. Síðar fékk ég útskýringu á þessu VUB er skammstöfun fyrir vidare utbildning- framhaldsnám- hann var sem sagt að spyrja hvort ég væri í framhaldsnáminu!!!!! Af hverju getur fólk ekki bara talað skýra og greinagóða íslensku:-) Þetta kemur allt með kalda vatninu, enda hef ég lært alveg helling af nýjum orðum og hugtökum síðan ég byrjaði í skólanum.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

No comments: