Langar að deila með ykkur ansi góðum brandara sem ég heyrði um daginn. Þannig var að sænskur læknir sem var komin á eftirlaun ákvað að láta loksins verða af því að fara til Íslands, hann hafði kynnst mörgum Íslendingum sem allir höfðu lofsamað landið sitt. Hann fer þarna rúnt um landið og er staddur í sjoppu á Akureyri þegar hann sér mann sem hann kannast við. Svíinn tekur sig því til og gengur upp að manninum og spyr hvort hann sé læknir, já segir maðurinn, og hefurðu verið í Svíþjóð, já segir maðurinn og þannig komast þeir að því að þeir unnu saman fyrir löngu síðan í smástað í Svíþjóð. Svona gengur þetta alla ferðina, Svíinn er alltaf að rekast á fólk sem hann kannast við og svo kemur í ljós að hann hefur kynnst flestum í gegnum starf sitt. Hann er því að skilja ansi ánægður með ferðina og þegar hann er að tékka út af hótelinu fyrir brottför sér hann mann sem hann veit að hann hefur séð áður og þar sem honum hafði ekki skjátlast alla ferðina gengur hann upp að manninum og spyr, hefurðu verið eitthvað í Svíþjóð, já sagði maðurinn, hef svosem komið þar við, ertu kannski læknir? nei reyndar ekki og svona heldur þetta áfram Svíinn spyr og spyr en fær engan botn í hvaðan hann þekki manninn og spyr því að lokum af hverju hann kannist svona við hann? Well my name is Ólafur and I'm the president of Iceland segir hinn þá og bendir á stærðarinnar mynd af sjálfum sér sem hangir í andyri hótelsins :-)
Vona að þið hafið líka húmor fyrir þessu
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment