Förum saman í ærlegt sumarfrí svona sungu Stuðmenn hér um árið og það ætla ég að gera núna, við leggjum af stað héðan kl 04:30 í nótt og eigum svo flug frá Malmö einhvern tíma milli 9-10 í fyrramálið, þó svo að það taki bara 2 -2 1/2 klst að keyra niðureftir þá held ég að bílstjórinn okkar hún Jessica sé svolítið stressuð að keyra með svona fullan bíl af fólki þannig að hún vill leggja tímanlega af stað og ég meina she's the boss hún á bílinn.
Annars er ótrúlegt hvað fólk leggur á sig fyrir dýrin sín, ég er sjálf mikill dýravinur en mér finnst hundar ekki eiga heima í blokk, það er par fyrir ofan mig (3.ja hæð) sem var að fá sér Schäffer hvolp og þar sem hvolpgreyið á bágt með stigana ennþá eru þau hlaupandi með greyið í fanginu upp og niður mörgum sinnum á dag til að hleypa honum út að gera stykkin sín (við vitum hvernig hvolpar eru, sífellt að tæma) persónulega finnst mér að ef maður vill eiga hund þá verður maður að hafa garð.
Verð annars að deila með ykkur dýrasögu fyrst ég er byrjuð. Í gærkvöldi sauð Rúna systir fisk sem er svosem ekki í frásögur færandi nema það að Halldór Óskar horfir á diskinn sinn og segir "þetta er Nemó" ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið þegar ég fékk að vita þetta.
Jæja þá ætla ég að fara að pakka og þrífa íbúðina fyrir fríið, það er svo mikill munur að allt sé hreint þegar maður kemur heim.
Anna Dóra í nettum sumarfíling
No comments:
Post a Comment