Sæl og blessuð öll saman. Skipulagið sem ég minntist á við ykkur síðast gengur barasta mjög vel, reyndar er ég best (eins og þið kannski þegar vitið) í því að njóta lífsins en það þarf líka. Núna er ég í heilsuátaki, búin að bóka deit í ræktina í fyrramálið. En síðan síðast er ég búin að svæfa fyrsta barnið mitt og gekk bara vel, svæfingalæknirinn reyndar ekkert svona hrikalega uppörvandi, hann var að fræða mig um hve auðvelt væri að halda opnum loftvegum hjá börnum, þau gerðu það að mestu leiti sjálf, ef barnið fengi ekki loft þá væri það vegna þess að ég hefði kyrkt það- einmitt það sem ég vildi heyra þar sem ég stóð og hélt maska yfir barnsandliti :-S
Í vikunni þreytti ég líka frumraun mína í sultugerð, gerði chilipaprikusultu og tókst svona hrikalega vel, hún bragðast allavega vel og það er fyrir mestu ekki satt.
Bið að heilsa ykkur í bili þar til næst...............
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment