Doris svarar fyrir sig.........
Doris er mjög svo vel meðvituð um að 17. júní er frídagur heima á Íslandi en þar sem Doris er með mjög gott en stutt minni ákvað hún að slá á þráðinn til móðir sinnar áður en hún skellti sér út úr bænum á 17. júní. Þar sem Doris hafði hringt eitt samtal milli þess sem hún sveif um af þjóðernisstolti og samtalinu við móðir sína hvarf úr undirmeðvitundinni vitneskjan um að sá möguleiki væri fyrir hendi að móðir hennar lægi heima sofandi=) Maggi minn hefði getað hringt mikið fyrr en að hringja klukkan 9 er nú ekkert svaðalega snemma um morgun þó svo að maður sé í fríi!!!
Mínum 17. júní eyddi ég með Jessicu, við fórum heim til hennar í sveitina fyrir utan Växjö, ég er nefnilega með bíl í láni frá Guðrúnu og Eiríki, dæmigerður 17. júní rigndi á mig ég veit að það var besti 17. júní síðan 1700 og súrkál heima en ég skemmti mér engu að síður vel, svo fórum við í Picknic í gær og síðan í afmæli til bróðir hennar áður en við keyrðum svo heim.
Jæja ætla að henda mér aftur út í góða veðrið sól og fínt
Doris
P.s Maggi var að velta fyrir mér þegar ég sæki ykkur til Köben eftir rúman mánuð hvort ykkur sé ekki sama um að geyma barasta bílinn á Kastrup, Doris er ekkert alltof spennt fyrir því að keyra inni í Stórborginni og týnast ;-) Bara smá hugmynd!!
kram kram
No comments:
Post a Comment