Saturday, June 11, 2005

Komin heim, Íslandsferðin var alveg meiriháttar skemmtileg og við hefðum barasta ekki getað verið heppnari eins og með veður, rigndi bara síðustu 2 dagana þannig að það eina sem klikkaði var Vestmannaeyja ferðin því það var ekki flogið vegna veðurs. Fórum beint eftir að við lentum í Bláa lónið í þessari líka bongóblíðu og nutum þess að vera til. Kíktum auðvitað út á lífið bæði föstudag og laugardag og stelpurnar sáu fljótt að ég er ósköp eðlileg svona í mínu "rétta" umhverfi þ.e. innan um aðra brjálaða Íslendinga. Ég ætla nú ekki að telja upp allt sem við gerðum en það helsta var ókum hringinn og fórum á hina og þessa staði, ætli við höfum ekki séð meira af landinu á þessum tíma heldur en margur Íslendingurinn hefur gert um ævina. Það sem stendur mest uppúr er fæðing og skírn litla prinsins Hermanns Inga, Snjósleðaferðin upp á Snæfellsjökul, siglingin niður Hvítá, jökulsárlónið er náttúrulega alltaf fallegt og svo auðvitað þegar Charlie's Angels (okkur) var boðið á skotæfingu af ofurlöggunni sjálfri. Þar sem við vorum svo mikið á ferðinni gafst ekki svo mikill tími til þess að hitta vini og ættingja þannig að þið sem ég hitti, gaman að hitta ykkur og þið sem ég náði ekki að hitta, jæja vona að ég hitti ykkur næst.

Þar til næst
Anna Dóra
P.s. að sjálfsögðu gengum við bakvið Seljalandsfoss fyrir Eyjafjallaskvísuna hana Jóu mína.

No comments: