Draumur á Jónsmessunótt?
Þar sem ég er að vinna núna um helgina þegar Svíar fagna Jónsmessunni/Midsommar ákváðu stelpurnar (Caroline og Jessica) að koma mér á óvart síðasta miðvikudag með Midsommarpartý. Ég hélt að við værum að fara út að labba og var því frekar hissa þegar þær stóðu með síld, ferskar kartöflur, ís, jarðaber og vodkabokkuna fyrir utan dyrnar hjá mér. Þetta voru þær víst búnar að ákveða heima á Íslandi að þær yrðu nú að gera eitthvað skemmtilegt fyrir mig til að þakka fyrir ferðina. Þetta tókst alla vega hrikalega vel hjá þeim. Þær færðu mér meira að segja pakka Hrafninn flýgur og í Skugga hrafnsins. Kvöldið var alla vega hrikalega vel heppnað eftir nokkuð mörg vodkaskot fór ég og Jessica út á lífið kíktum á Piraten og skemmtum okkur alveg konunglega (eins og alltaf) við áttum dansgólfið því karlmennirnir voru eins og bísveipur í kringum blómvönd í kringum okkur. Ekki leiðinlegt.
Kíktum svo frekar tuskulegar á hinn árlega laufmarkað í gær og aldrei þessu vant keypti Anna Dóra ekki neitt á markaðnum, var einhvern veginn ekki í stuði til að versla- jú ég var nú hálflasin
:-S kannski þess vegna sem ég gleymdi líka að bera á mig sólarvörnina og þannig að ég roðnaði ansi duglega á höndum og bringu í sólinni í gær =(
Bið að heilsa í bili spennandi vinna sem bíður alla helgina
kram kram
Anna Dóra sólbrennda
No comments:
Post a Comment