FÖSTUDAGUR TIL FRAMA
Ekki þennan föstudaginn. Tók á mig þá hrikalegu fórn að bjóðast til að vera í fríi í dag :-) Það leit allt útfyrir rólegan dag í vinnunni og offramboð á vinnukrafti þannig að þeir sem eiga inni mikið frí (hálfgerður frítökuréttur) var boðið að taka út frí í dag. Ég ákvað rétt fyrir vinnulok í gær að ef boðið stæði ennþá að þiggja það. Þvílíkur draumur svaf út í morgun, sat svo lengi og naut þess að borða morgunmatinn og lesa blaðið og ætla svo að taka til hérna heima hjá mér áður en þvottatörnin eftir hádegi tekur við. Fínt að geta klárað svona uppáhalds verk á einum degi. Ætla að láta búðarráp bíða til morguns en þá ætla ég að leita að jólagjöfinni frá Magga bróðir, straujárni, kannski ég plati einhvern sem á bíl með mér og kaupi mér straubretti í leiðinni, hver veit nema ég bæti nýju sturtuhengi á innkaupalistann, mitt fína (með fiskunum) er orðið frekar slitið. Getiði mælt með einhverju? Það er kominn einhver eyðslupúki í mig því það er fullt af hlutum sem mig langar í einmitt núna og einhvern veginn tengist það allt heimilinu. Gaman gaman gaman bæði að eyða peningum og gera fínt heima hjá sér. Púff best að drífa sig að taka til ef ég skyldi nú finna eitthvað skemmtilegt á útsölunum!!!
Föstudagsgleðikveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment