Skil vel "ánægju" ferðamálaráðs með Íslandskynningu Tarentinos. Mæli með því að þið skellið ykkur inn á www.kvikmynd.is og horfið á viðtalið þegar Conan og Tarantino ræða um íslensku áramótin en þó aðallega skemmtanalífið. Þetta er alveg it's so funny because it's so true eins og einhver snillingurinn sagði. Besta er eiginlega lýsing hans á Opal skotunum að það sé það versta sem hann hafi smakkað. Persónulega hef ég ekki smakkað Opal en Tópas var hrikalega gott. Blár Gajol var bara eins og hóstamixtúra. Ef þetta á ekki eftir að laða ferðamenn til Íslands þá veit ég ekki hvað mun gera það. Var einmitt að spjalla við stráka í nótt sem voru einmitt að tala um að þeim langaði til Íslands og þegar ég sagði þeim hvernig Tarantino lýsti því voru þeir enn ákveðnari í að skella sér.
Kíkið á þetta og segið mér svo að þetta sé ekki fyndið
Ein að deyja úr hlátri.
p.s. er að fara að skoða bíl á þriðjudaginn, meiri fréttir síðar
love
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment