Wednesday, January 04, 2006

Ég komst heim.
Ótrúlegt hvað það virðast alltaf verða einhverjar tafir á samgöngum þegar ég kem hingað heim. Eitt skiptið var bruni í Malmö þannig að tafir urðu á lestinni, annað skipti henti einhver sér fyrir lestina og allt var stopp í margar klst. hvaða tafir urðu þá í gær? Jú morgunvélin bilaði í Köben þannig að ég sem átti að fara í loftið kl 14:15 komst ekki í loftið fyrr en 16. Þeir gáfu svo vel í þannig að ég náði svo síðustu lest heim. Dauðþreytt eftir að hafa dregið ferðatöskuna í gegnum allan snjóinn, (jú það er massamikill snjór hér, samt heilmikið búið að rigna burtu) stilli ég vekjaraklukkuna og hendi mér í háttinn. Byrjaði svo vinnuárið á því að sofa svona hressilega yfir mig. Vaknaði með andfælum kl 10 í morgun, og enginn hringt til að vekja mig. Yfirmennirnir sögðust hafa haft á tilfinningunni að ég væri eitthvað þreytt eftir ferðina þannig að mér var barasta leyft að sofa. Þannig að 10:30 staulaðist ég inn í vinnuna með skottið á milli lappanna. En þið sem þekkið mig vitið að ef ég geri eitthvað, þá er um að gera það almennilega.
Skellti mér svo í spinning áðan, ekkert smá dugleg.
Þar til næst
Anna Dóra

No comments: