Alltaf gaman í Karlskrona
Rúna og co komu síðastliðið þriðjudagskvöld og við erum búin að skemmta okkur konunglega, svo á föstudaginn birtist allt í einu Maggi bróðir hérna mér til mikillar ánægju=) Í gær skelltum við okkur til Växjö í innanhús vatnagarð. Þar voru nokkarar rennibrautir og svo uppáhaldið mitt, sterkur straumur sem færði mann hring eftir hring í gegnum smá göng og það var hreint út sagt hægara sagt en gert að komast úr honum=) Í dag er svo síðasti dagurinn þeirra og við ætlum bara að leika okkur, taka því rólega áður en þau halda heim í fyrramálið=( Ætlum reyndar að taka smá forskot á páskana í dag, Þau komu nefnilega með páskaegg frá Nóa og Siríus, eittt númer 4 handa mér til að eiga um páskana og eitt númer 7, handa okkur, nammi namm hvað ég hlakka til.
Jæja kallar Eiríkur í hádegismatinn, bið að heilsa í bili
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment