Fínt að vera svona frjáls eins og fuglinn, geta farið þangað sem ég vil þegar ég vil. Ekki fyrr komin heim úr smá ferðalagi þegar næsta er skipulagt. Silfurrefurinn svínliggur á götunum með Foxy lady undir stýri, ekki bagalegt það.
Það var ekkert smá fínt um helgina. Er þetta kaldhæðni eða íslenska? Fór á sunnudaginn með Óla, Lindu, Leo og Elíasi á rollubúgarð þar sátum við úti í "góða" veðrinu og fengum okkur kaffi, kíktum svo á allar rollurnar og nýfæddu lömbin, sáum því miður engin lömb fæðast en kannski seinna. Alla vega keyptum við lambakjöt á grillið sem við borðuðum með bestu lyst um kvöldið ;-Þ
Ætla á morgun eftir vinnu (fæ vonandi að hætta á hádegi) til Kristianstad og hitta Rúnu systir. Hún er þar að keppa í handbolta með löggunni - algjör pæja. Fer svo á kvöldvakt á fimmtudag, vona bara að ég nái að sjá einhvern leik hjá þeim, ætla alla vega að taka íslensku víkingahúfuna mína með mér svona just in case.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment