Fyrsta flokks móðursýki eða hvað....
Í gær var blásið upp í blöðunum að rúmlega 100 manns í USA hefðu fengið sveppasýkingu í augun og tengdu það við linsuvökva. Þessi sýking geti svo leitt til blindu. Var í gleraugnabúð í dag og þessar 20 mín sem ég var þar inni stoppaði hvorki síminn né straumurinn af fólki sem var með fyrirspurnir um linsuvökvann sinn eða vildi skipta um linsuvökva. Konugreyið sem stóð í afgreiðslunni (og farin að kunna fréttatilkynningu umrædds fyrirtækis utanaf) tilkynnti fólki að það væri engin hætta á ferðum, þar sem þetta hefur einungis komið upp í USA og þeir séu með eigin markað og linsuvökvar sem séu seldir í Evrópu séu framleiddir í Evrópu. Ég er svo sammála konunni í einu sem hún sagði að sýkingar í augun vegna linsunotkunar sé frekar spurning um hreinlæti en hitt. Þannig að gott fólk, munið að þvo ykkur um hendurnar við linsunotkun.
Fyndið en samt ekki. Skírdagur er ekki frídagur hérna en samt er það frídagur. Það var hringt í mig frá Toyota og ég spurð hvenær ég vildi sækja bílinn. Ég fór svo í bankann, var komin 5 mín fyrir 13 og þeir lokuðu klukkan 13, fór síðan á kaffihús og hringdi svo í Toyota og þá voru þeir búnir að loka og klukkan var bara 14. Þanig að á þriðjudaginn eftir vinnu fer ég og sæki bílinn minn. Ekkert smá spennandi.
Óska öllum gleðilegra páska, ég ætla eyða páskahelginni með vinnufélögunum og deila með mér páskaeggi frá Siríus og Nóa, sýna Svíunum hvernig alvöru páskaegg lítur út, það verður sko ekkert pappaegg fyllt með bland í poka.
Páskakveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment