Er þetta óheppni eða eitthvað dæmigert?
Fór á tónleikana í gær, þeir voru frábærir eins og ég bjóst við. Var boðin heim til Caroline og Patricks í grill áður og svo þegar við erum að leggja í hann heyrum við í þrumum og það fór að þykkna all verulega upp. Ég með mitt jákvæða hugarfar segi að þetta geri ekkert. Svo komum við á staðinn og alltaf aukast þrumurnar og svo féllu nokkrir dropar en ekkert meir þannig að við frekar ánægð hugsum að við kannski sleppum. Nei svo gott var það ekki haldiði ekki að það hafi gert þetta líka úrhellið, ég sem var að sjálfsögðu ekki með jakka (þau aðeins fyrirsjáanlegri en ég) hljóp í tjald þar sem var verið að selja merkta boli og keypti mér regnjakka svo ég yrði nú ekki alveg holdvot. Jæja skúrinn varð nú ekki langur, hætti um leið og upphitunarhljómsveitin byrjaði og hefur haldið sér frá okkur síðan. Í dag er sól og blíða. Það fyndna við þetta allt saman er að það hefur ekki rignt hér í fleiri fleiri daga, kom einn stuttur skúr aðfaranótt mánudags en annars ekkert í rúman mánuð.
Er maður óheppinn eða?
No comments:
Post a Comment