Thursday, July 06, 2006

Tónleikarnir voru bara frábærir. Robbie var svo frábær að það var næstum þannig að maður færi að gráta. Þvílíkur skemmtikraftur, gjörsamlega sá besti sem ég hef séð. Þið getið bókað að ég á eftir að fara á aðra tónleika með honum. Robbie greyið var aðeins að pirra sig á loftbelg sem sveif rólega yfir Ullevi að þarna væri fólk sem vildi sleppa við að borga of ef við værum sammála að segja þeim að Fu... off og þarna snéru 60 þús manns sér við og görguðu á loftbelginn að F...... off og hann gerði það=) Mér fannst ég síðan svaka góð systir hringdi í Rúnu þegar hann tók einn Take That smell og hvað gerir hún, kallar mig Tu..... en hugsa svo sem að ég hefði brugðist svipað við. Stemmarinn þegar hann svo söng Angels, ef það hefði verið þak á Ullevi hefði það lyftst. Við skelltum okkur svo í Liseberg áður en við keyrðum heim á mánudeginum, ógissla gaman, geggjaðir rússibanar, gott veður frábær dagur. Hér er þvílíkt gott veður hátt í 30°C dag eftir dag yndislegt alveg hreint.
Jæja ætli það sé ekki best að drífa sig með pakka í póstinn og halda áfram að njóta góða veðursins.
Sólarkveðjur
Anna Dóra

No comments: