Thursday, July 27, 2006

Hæ hæ bara mánuður í að snigillinn sýni sína snilldartakta og hlaupi 10 km í Stokkhólmi. Snigillinn er nú ágætlega duglegur að æfa sig fyrir þetta. Hleypur úti 2-3x í viku. Held að hringurinn sem ég hleyp heimanfrá mér þessa dagana sé um 5 km þannig að ef ég get hlaupið hann 2x þá meika ég tjejmilen. Snigillinn kom meira að segja næstum því of seint í vinnuna í gær vegna hlaupanna. Ok svo ég segi ykkur frá því þá átti ég að byrja að vinna 9:45 fór út að hlaupa um morguninn og var komin heim um 9, teygði á og skellti mér í sturtu. Síðan barasta ætlaði ég ekki að hætta að svitna, það er svo heitt úti (samt bara um 23°C þegar ég hljóp í gær, fór uppí 31°C þegar það var heitast) þannig að maður svitnar líka ágætlega eftir hlaupin. Eftir sturtuna bara rann af mér og ég stóð fyrir framan viftuna til að reyna að þorna svo ég kæmist í föt=) Annars er svo heitt að maður svitnar bara við að gera einföldustu hluti eins og að vaska upp eða ryksuga og það er ekki eins og maður sé að reyna á sig.
Hvenær veistu að þú ofnotar loftkælinguna? Jú þú ert með kvef í 30°C
Maður er með loftkælinguna á í bílnum, viftu heima hjá sér, ég hef reyndar sloppið við kvefið en margir í vinnunni eru með ágætiskvef þessa dagana. Ég nota bara viftuna á kvöldin þegar ég er að fara að sofa og þvílíkur munur er farin að sofa heilu næturnar, rétt rumska til að slökkva á viftunni þegar mér finnst farið að kólna of mikið.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra

No comments: