Ég er megapæja, fór í dag og keypti mér nýja fartölvu og finnst hún vera huge við hliðina á þessarri litlu og sætu sem ég er með núna. Núna líður að Jónsmessunni eða Midsommar eins og hún kallast hérna og byrja hátíðarhöldin hér á morgun með markaði niðri í bæ og svo verður reist maístöng á laugardaginn og væntanlega dansað og sungið í kringum hana og svo fara allir heim og borða síld og nýjar kartöflur sem eru soðnar með dilli og salti (einhver hérlenskur siður). Ég hef svosem ekki ákveðið hvað ég ætla að gera, vill svo skemmtilega til að ég er í fríi en það er leiðindaspá fyrir helgina eins og mér heyrist reyndar heima líka. Annars finnst Svíunum (sérstaklega karlmönnuum) svolítið skemmtileg íslenska hefðin (þ.e. þessi gamla) að velta sér nakinn upp úr dögginni á Jónsmessunótt, það hljómi skemmtilegra heldur en að syngja og dansa kringum blómum skreytta stöng.
Munið eftir hefðinni
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment