Leiðinlegt að Svíarnir komust ekki áfram, þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað haldið með landsliðinu í svona stórri keppni og eigt smá von um að komast áfram (hvenær hefur það gerst með íslenska landsliðið- ekki illa meint) þannig að nú verður maður að snúa sér að næstu norðulandaþjóð og segja Áfram Danmörk.....
Annars hef ég nú oft sagt ykkur frá því hvað Svíarnir eru fyndnir og ég held að þetta komist ofarlega á listann minn yfir topp tíu. Í síðustu viku var ég semsagt að skrifa undir pappíra í vinnunni þar sem er verið að úthluta mér að ég í vissum tilfellum megi gefa ýmis lyf án þess að læknir hafi gefið fyrirmæli um það, stuða við hjartastopp og taka blóðgös (það er allt skriflegt hérna, sem er bara ágætt) nema hvað svo fæ ég eitt blað einn til að kvitta á og hvað jú ég fékk úthlutun á það að mér sé treyst fyrir því að geta sett armband á sjúklingana með nafninu þeirra og að það sé réttur sjúklingur, ég veit ekki hvort deildarstjórinn hafi heyrt kaldhæðnina þegar ég spurði hvort ég væri að kvitta fyrir því að geta merkt sjúklinga en engu að síður er þetta eitt af því sem þeir treysta mér til að gera. Semsagt Svíar eru fyndnir=)
Kveðja
Anna Dóra full af sænsku trausti
P.s Til hamingju með daginn Mamma
No comments:
Post a Comment