Monday, June 07, 2004

Komin heim aftur, skellti mér með foreldraeiningunni í sumarbústað um helgina, þau svaka sæt að hringja í mig út og spyrja hvort ég vilji koma með þeim í Munaðarnesið eina helgi það séu komnir pottar og læti, ég sem er búin að sjá svona ferðir í hillingum var að sjálfsögðu fljót að þakka gott boð ég kæmi með. Þá kom það... við erum sko að fara að þrífa bústaðina og koma þeim í stand fyrir sumarið.... Þetta var létt verk og löðurmannlegt fyrir mig sem fékk að þrífa en grey pabbi og Maggi fengu að vera úti og tyrfa, ekki alveg jafn létt en löðurmannlegt. Annars var helgin fín, bongóblíða og glæsilegur pottur við bústaðinn, Munaðarnes er greinilega að reyna að koma sér aftur á kortið hjá kröfuhörðum íslenskum sumarbústaðadýrkendum.
Kveðja
Anna Dóra í íslenskum fíling

No comments: