Heyrði einn ansi góðan um helgina sem ég ætla að deila með ykkur.
Tvær vinkonur voru að ganga heim af djamminu og styttu sér leið í gegnum kirkjugarðinn. En svo var eins og oft vill verða að þeim varð ansi brátt í brók og engin leið að bíða þar til heim væri komið þannig að þær ákveða að pissa á bakvið næsta legstein. Þegar þær svo eru að pissa segir önnur: "Við höfum ekkert til að þurrka okkur með" hin sem var frekar frökk sagði "ahh ég þarf ekkert brókina" og með því reif hún sig úr brókinni þurrkaði sér og henti svo brókinni bak við næsta tré. Sú fyrri vildi nú ekki fara úr brókinni og greip því borðann af kransinum á næsta leiði og þurrkaði sér. Svo héldu þær áfram heim. Daginn eftir hittast svo eiginmenn þessarra kvenna áhyggjufullir og annar segir "ég veit nú ekki hvað gekk á þarna í gærkvöldi því konan mín kom brókarlaus heim" þá segir hinn "ert þú með áhyggjur konan mín var að vísu í brókinni en það stóð prentað á botninn á henni TAKK FYRIR ALLT, KVEÐJA STRÁKARNIR Í VINNUNNI"
Vona að hann missi ekki marks svona á netinu.
Annars er planið hjá mér að koma upp myndabloggi, þannig að þið getið fylgst með mér bæði í máli og myndum. Að vísu ekkert komið þarna inn ennþá en þið verðið fyrst til að fá að vita þegar það gerist.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment