Thursday, July 01, 2004

Smá hugleiðing
Í vinnunni í gær vorum við að flétta gömlu séð og heyrt blaði þar sem sænski kylfingurinn Jesper Parnevik bauð lesendum heim sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að húsið hans er á 3 hæðum og hver hæð 600 m2, bara rúmið hans er 10 m2 og vegna þess hve hann ferðast mikið er lyfta fyrir ferðatöskur úr svefnherberginu niður í anddyrið. Ég fór einmitt að hugsa hvort ég hefði valið mér rangan starfsferil, hefði maður frekar átt að reyna við eitthvað annað, nei ég held ekki ég er svo ánægð með það sem ég hef, himinlifandi á mínum 50m2, finnst gaman að mæta í vinnuna, hvað annað þarf maður. Þessi aumingja maður þarf viku til að ganga um allt húsið sitt og gps-staðsetningartæki til að finna frúna í rúminu.
Hvð finnst ykkur?
Anna Dóra í skrýtnum hugleiðingum


No comments: