Skellti mér með Caroline á markað í Ronneby í dag, og við örkuðum um markaðinn og eyddum peningum þrátt fyrir hellidembu sem kom inná milli. Það er einhvern veginn gaman að rölta svona um markaði, það er ákveðin stemmning sem myndast og allir voða glaðir.
Besta fannst okkur eiginlega að labba á milli bása sem seldu stuttermaboli með hinum ýmsu áletrunum, þar gátum við staðið og grenjað úr hlátri. Rákumst m.a. á þessa "Að tala áður en maður hugsar er eins og að skeina sér áður en maður skítur" getið þið ímyndað ykkur að ganga um í svona bol.
Annars er planið bara að taka því rólega um helgina og hlaða batteríin fyrir komandi ferðalög, við erum að spá í að fara upp á Öland í næstu viku og svo ætlum við í helgarferð til Stokkhólms 23-26. júlí.
Munið að hugsa áður en þið talið
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment