Monday, July 26, 2004


Þreytt en mjög ánægð eftir velheppnaða tónleika Posted by Hello
Já þá er velheppnaðri helgarferð lokið og ég komin heim aftur.  Ferðin byrjaði mjög vel á föstudeginum, Linda byrjaði á að sýna fram á hversu mikil ljóska hún er strax í flugrútunni á leiðinni fráArlanda þegar sessunautur hennar, erlendur karlmaður spurði hvaðan hún væri og hún sagðist vera sænsk og from the south, já frá Malmö spurði hann þá, "No the other South" svaraði Linda og ég og Carro grétum í sætinu fyrir aftan þau. Ekki nóg með þetta  því svo þegar við ætlum að taka lestina er ég spurð hvert ég ætli og ég heyrði ekki hvað hann sagði fyrir utan að vita ekki hvað það hét þar sem við vorum að fara þannig að ég lít á Carro til að fá að vita hvert við ætlum nú, jú jú þetta gekk og svo kom greyið Linda síðust og segir bara það sama og er þá spurð komið þið utan af LANDI, ég veit ekki hvað kom upp um okkur en við vorum greinilega dreifbýlistúttur á ferð um höfuðborgina. Tónleikarnir á laugardeginum voru meiriháttar, meira að segja fyrir mig sem er ekki sænsk, þessi hljómsveit Gyllende tider er greinilega fyrir þeim eins og Stuðmenn eru fyrir mig. Þetta voru 25 ára afmælistónleikar og voru hvorki fleiri en færri en 32.700 manns sem voru í Stadion með okkur. Versta var að maður fékk ekki að taka með sér vatnsflöskur inn á svæðið og svo vildi maður ekki vera að flakka og eiga á hættu á að týna stelpunum meðan að á tónleikunum stóð þannig að eftir 4 klst þegar við vorum að niðurlotum komnar af þreytuverk í fótum, og að líða yfir okkur af vökvaskorti en samt ánægðar með tónleikana var ákveðið að kaupa sér að drekka og kaupa miða í sæti á næstu tónleikum sem við förum á hvenær sem það verður. Á sunnudagskvöldinu fórum við svo í Gröna Lund tívolíið og skemmtum okkur stórkostlega vel, skellihlógum í rússíbananaum og vorum við það að pissa niður af hræðslu í draugahúsinu, hugsið einmitt hvað maður er vitlaus, maður borgar fyrir að láta hræða sig.......
Nóg í bili
Anna Dóra

No comments: