Friday, July 16, 2004

Sumir dagar eru þannig að maður vildi eiginlega hafa sleppt því að fara á fætur. T.d. eins og dagurinn í dag. Við ákváðum semsagt stelpurnar að gera eitthvað annað í dag en að sitja heima og glápa á tærnar á okkur. Við pökkuðum niður  einnota grilli, kjöti og meðlæti og keyrðum út í eyjar. Allt í lagi með það, svo kveikjum við upp í grillinu og pappírinn bara fuðrar upp og ekkert meira gerist nei og meðan við erum að baksa við grillið kemur fullt af fólki og fer að fylgjast með okkur þannig að við bara helltum vatni yfir þetta ónýta grill, hentum því og keyrðum á næsta matsölustað, svo þegar ég átti að borga þá var ég ekki með nógan pening og ekki tóku þeir við korti og ég þurfti að leita uppi vinkonur mínar og fá lánaðan pening. Eins og þetta væri ekki nóg á einum degi, nei svo þegar ég kom heim ákvað ég að fara og kaupa mér vefmyndavél og þurrkgrind og vökva og tæma póstkassann fyrir Guðrúnu í leiðinni og fá lánaðan bíl til að koma græjunum heim, þar sem ég keyri í búðina sé ég að það fer að vanta bensín á bílinn og ákveð því að redda því og vill ekki betur en svo að dælan sem var frekar treg frussar allt í einu út bensíninu þannig að það skvettist á mig, fyrst ég var fyrir utan búðina ákveð ég bara að drífa mig inn og versla  og svo þegar ég stend við kassan (angandi eins og ég væri tilbúin að kveikja í sjálfri mér ef ég fengi ekki það sem ég vildi) spyr afgreiðsludaman "afsakið en finnurðu bensínlykt" ég sem vissi uppá mig skömmina varð nú að játa að bensínlyktin væri af mér, afgreiðsludömunni sem var nú frekar mikið skemmt en um leið létt því nú vissi hún að það var ekkert mikið um að ske og ekki þurfti að rýma búðina brosti bara til mín og rukkaði fyrir það sem ég var að kaupa.
Eins og ég segi sumir dagar eru þannig að maður hefði alveg eins getað sleppt því að fara á fætur.
Ein frekar niðurlægð
Anna Dóra

No comments: