Varð óþægilega vör við það í gærkvöldi að ég er að eldast.
Ég kíkti aðeins út á lífið með stelpunum, við vorum að sýna einni sem býr i Stokkhólmi allt lífið sem er hér í Karlskrona en hvað er opið á miðvikudagskvöldum? Við byrjuðum nú bara svona eins og gengur rólega í heimahúsi og síðan var haldið niður í bæ. Flestir staðir voru nú reyndar hálftómir alla vega þeir með dansgólfi. Við leiddumst að lokum inn á stað sem heitir Piraten því þar átti að vera opið frameftir og svo ég vitni nú í vini Oh my God...... þeir sem ekki voru að nálgast tvítugt voru 40+ og það voru kannski 4, mér leið eins og ég væri gamalmenni (kannski ekki nógu drukkin en mér fannst þetta minna mig á diskóin sem ég sótti á Spáni'99 svona eitthvað týpískt til að halda opnu fyrir unga fólkið sem er í sumarfríi) þannig að ég hefði fílað þennan stað í ræmur ef ég hefði verið nokkrum árum yngri og það sem var verst var að þeir spiluðu alveg geggjaða tónlist svona ekta til að dansa við. Þó svo að maður sjái að maður eldist þegar vinir eignast börn,gifta sig, litlu frændsystkin og litla systir séu að fá bílpróf þá er það einhvern veginn eðlilegra en að vera með þeim elstu á skemmtistað það er eitthvað sem ég hef ekki lent í áður og vona að sé langt í að það gerist aftur.
Nei þá segi ég bara Lifi Schlagerbarinn...........
Kveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment