Í sól og sumaryl
Já nú hef ég á tilfinningunni að sumarið sé loksins að koma, það er alla vega sól og 25°C og kannski ríflega það í skjóli, og ég í fríi á morgun, erum að spá í að skella okkur á ströndina og fá okkur eins og eina smá dýfu í Eystrasaltið ef veður leyfir, ég ætla alla vega að sjá til hversu langt ég fer en mér heyrðist á Carro að hún verði að dýfa sér almennilega. Sailið byrjar líka á morgun, það er árlegur viðburður hérna, þá flykkist að fólk á seglsútum bæði alls staðar frá Svíþjóð og utan úr heimi og mikið líf á hafnarbakkanum, við vorum reyndar búnar að lofa okkur í smá partý með kellum úr vinnunni á morgun því þær fara alltaf á hafnarbakkan fyrsta kvöldið og dansa við Black Jack alveg æðislegt dansband (við erum að tala um gömlu dansana eða þaðanaf verra, þetta er eins og í verstu B-myndunum þegar konurnar stilla sér upp og bíða eftir að verða boðið upp) en það verður gaman að fylgjast með þeim höstla einhverja gamla gubba upp á dansgólfið eða ragga eins og það heitir á sænskunni.
Jæja löngu kominn háttatími
Góða nótt, Anna Dóra
No comments:
Post a Comment