Monday, July 19, 2004

Er ekki tæknin frábær
Fjárfesti fyrir helgina í vefmyndavél og er búin að vera að spjalla við fjölskylduna heima þvílík SNILLD segi ég bara þó svo að ég sé svona langt í burtu er ég samt svo nálægt þeim.
Annars er allt það besta að frétta héðan, er í fríi á morgun og þá er einmitt besta spáin fyrir vikuna heiðskýrt og 25° það er bara að vona að það haldi.
Fer svo með Caroline og Lindu A að hitta Söndru uppí Stokkhólmi um helgina, þar sem við fáum fría gistingu ákváðum við að leggja meira í ferðina og ætlum að fljúga en það var að opna lággjaldaflugfélag sem flýgur héðan upp til Stokkhólms (er reyndar að fara yfirum af stressi sá mynd af rellunni í blaðinu um daginn en það hlýtur að reddast) Við förum á föstudagskvöldi og komum tilbaka á mánudagskvöldi, ætlum á tónleika á laugardeginum og í Gröna Lund tívolíið á sunnudagskvöldinu, þess á milli ætlum við bara að leika okkur og sjá hvað við finnum okkur til skemmtunar.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

No comments: