Tuesday, March 30, 2004

Byrjaði í nýjum kúrs í morgun, nú er maður komin á fullt í lífeðlisfræðina, gaman að vera að læra eitthvað áþreifanlegt aftur ekki endalausar háfleygar heimspekilegar hugsanir um vårdande miljö (kann bara ekki að þýða þetta) og aðferðafræði. Er mjög ánægð með kennarann sem greinilega virðist vita hvernig hann á að koma efninu frá sér á skemmtilegan og skilningsríkan hátt (geri aðrir betur). Ég ætla nú samt að reyna að fá metna lífefðlisfræðina að heiman og fá að sleppa við prófið, ætla nú samt að mæta í tímana þeir eru nú bara einu sinni í viku þannig að það verður bara skemmtilegt.
Anna Dóra c".)

No comments: