Verð að segja ykkur hvað við fengum frábæra landkynningu í kvöld. Ég var semsagt að horfa á hið sænska innlit-útlit þar sem smiður, málari og designer fara heim til fólks og endurinnrétta herbergi. Í kvöld voru þeir á Íslandi og endurgerðu stofu fyrir íslenskar stelpur, létu m.a. sauma saman 4 hreindýraskinn og gerðu gólfmottu og skrúfuðu hreindýrshorn á loftljós, þetta kom svo sem ágætlega út en það var ekki aðalmálið. Þeir heimsóttu þekkta íslenska staði eins og bláa lónið, gullfoss og geysi fengu frábært veður, fóru í réttir og margt fleira. Það besta var samt lúxushestaferðin sem þeir fóru í, þeir voru klæddir eins og víkingar og riðu um í íslensku landslagi og fóru svo á spretti niður hlíð gargandi "tungur knívur" eina setningin sem flestir svíar kunna þar sem þeir hafa séð Hrafninn flýgur. Ég hélt ég yrði ekki eldri ég hló svo mikið. Að sjálfsögðu buðu svo stelpurnar þeim á djammið og drógu þá á Sálarball á Nasa, ég verð nú að viðurkenna að ég fékk smá svona heimþrárfiðring sem var reyndar fljótur að hverfa þegar ég hugsaði um snjóinn sem er þar núna meðan ég hef verið að njóta sólarinnar.
Sólarkveðjur frá Karlskrona, sem veit aðeins meira um Ísland
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment