Friday, March 05, 2004

Það er ekki annað hægt að segja um Svíana en að þeir séu fyndnir. Mottóið er greinilega að styðja sænskan iðnað sem er náttúrulega bara gott mál, ekki mikið af innfluttum vörum í búðahillunum- sérstaklega ekki frá USA þannig ýmsar vörur sem maður þekkir að heiman eru ófánalegar hérna. Svo eru þeir alveg jafn sjálfsmiðaðir þegar kemur að sjónvarpsefni, það verður eitthvað vinsælt úti í heimi þá gera þeir sína eigin sænsku útgáfu. Get bara nefnt dæmi eins og Bachelor, Survivor (Robinsson á sænsku) og svo nú það nýasta, Queer Eye þættirnir um hina frábæru 5 amerísku homma var frumsýndur með sænskum strákum í gær. Þeim tekst svosem ágætlega upp og þetta er kannski hægt þar sem þjóðfélaðið er örlítið stærra en á Íslandi en fyndið engu að síður.
Kveðja frá raunveruleikasjónvarpinu í Svíþjóð
Anna Dóra

No comments: