Ég get svarið það, ég er farin að halda að maðurinn á neðri hæðinni sé annaðhvort helgarpabbi eða að kærastan hans og hundurinn komi í heimsókn á hverjum föstudegi. Ég get næstum stillt klukku eftir því að um sjöleytið á föstudögum byrjar hundurinn að gelta og geltir frameftir kvöldi, síðan heyrist ekki meir í hundspottinu alla vikuna :-S
Annars vona ég að veðurguðirnir verði góðir við ykkur þessa vikuna, Caroline vinkona mín er stödd á Íslandi og verður út vikuna og er eins og sannur túrhestur búin að plana ýmsar ferðir innanlands sem eru náttúrulega skemmtilegri ef maður þarf ekki að berjast við suðaustan 10 m/sek og rigningu c",)
Bið að heilsa úr vor"blíðunni" héðan í Karlskrona
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment