Monday, March 22, 2004

Þá er ég búin að kynna verkefnið mitt og fékk eiginlega bara jákvæða gagnrýni, þannig að núna næstu daga fer ég yfir verkefnið og breyti aðeins og bæti það áður en ég skila því endanlega, samt er mín tilfinning sú að allir fái staðið fyrir verkefnið sitt- sem er bara besta mál-
Er að fara á eftir að "fika" með stelpum úr vinnunni sem er eitt mjög sænskt hugtak, að "fika" er semsagt notað t.d. þegar maður hittist yfir kaffi, held ég eins og við lítum á okkar saumó, en mér finnst það eiginlega heilagt hugtak í vinnunni að fara og "fika" sérstaklega á morgnana þegar allir verða að fá morgunkaffið sitt.
Með "FIKA" kveðju, Anna Dóra

No comments: