Sunday, August 22, 2004

Þá eru þau farin og ég aftur orðin ein í kotinu. Nú styttist í að skólinn byrji en ég byrja skv stundaskrá á miðvikudaginn og held barasta að ég sé farin að hlakka til þið þekkjið þetta "Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera........" Ótrúlegt að eftir nokkra mánuði verð ég orðin svæfingahjúkrunarfræðingur, hitti einmitt handleiðarann minn í vinnunni í nótt og hún var að spyrja hvenær ég kæmi í verknám, þannig að það virðist sem við fáum að halda sama handleiðara, jibbý því ég var mjög ánægð með minn. Heyriði styttist í Ísland-Rússland, ég ætla að fara að gera mig klára, setja upp víkingahjálminn og styðja mína menn svo undir taki í blokkinni.
Áfram Ísland
Anna Dóra
P.s. var að setja inn myndir frá því að mamma, pabbi og Helga Dís voru hjá mér, endilega lítið við

No comments: