Gleði, gleði gleði........... ég er búin að kaupa ferð heim um jólin, kem heim 22. des. og fer svo heim aftur 2. jan. þó svo ég eigi heima hérna þá finnst mér alltaf jafn ruglandi þegar kemur að því að fara til Íslands, þó svo ég búi ekki þar lengur þá er það alltaf heim, svo bý ég hérna og þetta er líka heima (jæja ef þið eruð orðin rangeygð af rugli-velkomin í hópinn).
Annars önnur gleðifrétt, eðlumaðurinn af neðri hæðinni er fluttur (allt í lagi smá útskýring fyrrverandi nágranni minn er með eðlu fyrir gæludýr) þó svo hann hafi aldrei valdið mér neinum ama þá finnst mér gott að vita til þess að eðlan sé horfin út úr húsinu, ég hef aldrei skilið þá sem vilja eiga svona "gælu"dýr, þetta er eins og allir Svíarnir sem eiga skjaldbökur sem "gælu"dýr what's the point maður getur hvorki klappað þeim né faðmað þær, en svona eru þessir rugludallar.
Spáið í það á þessum tíma eftir viku verð ég að sóla mig á strönd svartahafsins.
Síðasti vinnudagurinn minn er í nótt, eftir það þarf ég að stóla á veikindi annarra til að koma inn að vinna (hræðileg tilhugsun) þannig að hugsiði fallega til Lín sem eru að taka afstöðu til þess hvort ég eigi rétt á námsláni eða ekki, kræst ég get orðið titlað mig sem fátækan námsmann og meint það.
Kveðja
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment