Sunday, August 15, 2004

Tjeisemester....... við ætlum í sumarfrí, ég er búin að ákveða mig, ætla að skella mér með stelpunum í vikuferð í sólina núna í byrjun september, hvert við ætlum er ekki ákveðið, erum að spá í Króatíu en ekkert er ákveðið bara að það sé sól þá erum við ánægðar. Ég á þetta líka skilið, er búin að vinna næstum allt sumarið, ég missi reyndar þrjá daga úr skólanum en vona að Guðrún taki fyrir mig glósur. Við ætlum að fara á morgun eftir vinnu niður í bæ og kíkja á ferðaskrifstofur og sjá hvað er í boði. Þetta verður frábært, ég hef ekki farið áður í svona stelpuferð, þó svo að Spánn '99 hafi verið vinaferð þá var það öðruvísi, núna erum við 5 gellur sem ætlum að leggja land undir fót og njóta þess að vera til.
Annað skemmtilegt sem gerist á morgun eftir vinnu er að mamma, pabbi og Helga Dís koma til mín og verða fram á laugardag, ég er svo sjálfselsk að um leið og ég vissi að þau voru lent í Köben þá vildi ég bara að þau kæmu beint til mín og slepptu því að kíkja á Röggu syss, allt í einu voru þau svo nálægt en samt svo langt í burtu, ég finn alltaf þegar einhver er á leiðinni hversu mikið ég sakna þeirra (sjá allir duldu skilaboðin- ég vil fá ykkur í heimsókn) svona þykir mér ofboðslega vænt um ykkur. Hjálp ég held ég fari að hætta þessarri væmni áður en flóðgáttirnar opnast.
Bið að heilsa í bili
Anna Dóra

No comments: