Sól sól skín á mig................ það er búið að vera alveg geggjað veður um helgina, sól sól og aftur sól. Keyrði á föstudagsmorguninn niður til Köben að sækja Guðrúnu, Eirík og Guðfinnu Ósk, 27°C og ég sem var bara í stuttbuxum og hlýrabol hélt ég myndi gjörsamlega andast í bílnum og var svo límd við sætin þegar ég kom loks til Köben að það var ógeðslegt... Anyhow við áttum góða 2 daga í Danaveldi, kíktum með Guðfinnu í dýragarðinn, ég veit ekki hvort það var ég eða hún sem skemmti sér betur=) og dóluðum okkur svo á strikinu í gær áður en við lögðum á stað heim. Eins og þið vitið er fullt af götulistafólki og bara almennt skrýtnu fólki á strikinu. Við sáum m.a. það sem spaugstofan kallaði nýaldarfólk, lítill hópur fólks í hálfgerðum munkakuflum, rakað höfuð (sumir skildu eftir nokkur strá í hnakkanum) með munkahljóðfæri, hoppandi, skoppandi og syngjandi hare krishna hare krishna............. sama línan aftur og aftur, líklega leiðigjarnt til lengdar. Maður hefði kannski dottið inn í svona nýaldar fíling ef ekki hefði verið fyrir glæsilegan skóbúnað þeirra, ýmist flottir strigaskór eða glænýir eccosandalar=) passaði ekki alveg við restina af ímyndinni.
Anyhow þá komumst við að lokum heim (augljóslega), sveitt, þreytt en ánægð með lífið. Svo er bara að drífa sig aftur út í sólina og svo ætla ég út að grilla, spila Kubb(einhver sænskur leikur) og jafnvel minigolf í kvöld.
Sólarkveðjur frá Karlskrona
Anna Dóra
No comments:
Post a Comment