Friday, August 13, 2004

Hef verið að velta einu fyrir mér undanfarna daga, hvort þetta sé eitthvað sem er innbyggt í okkur Íslendinga eða hvað. Ef það er gott veður þá fæ ég samviskubit yfir að sitja inni þó svo að ég viti að ég þurfi að vera inni og gera eitthvað, mér finnst bara eins og ég eigi að vera úti í góða veðrinu, sænskar vinkonur mínar virðast ekki eiga við sama vandamál að stríða=)
Ætli þetta sé ekki eitthvað í okkur Íslendingum, ég heyri bara í mömmu minni segja ekki hanga inni í góða veðrinu c",)
Kveðja frá Karlskrona,
Anna Dóra með samviskubit að bíða eftir þvottavélinni í góða veðrinu
P.s Til hamingju með daginn Eiríkur, góða skemmtun í sveitinni
Kræst var næstum búin að gleyma að segja ykkur frá því að ég hélt ég myndi deyja í gærkvöldi og ég er ekki að ýkja. Sá þessa líka flennistóru köngurló sem minnti mig bara á skrímslin í arachnachphobia myndinni (ok smá ýkt kannski en hún var eins og þessar minni sem voru út um allt eins og þessi í poppskálinni), ég er ekki að grínast en ég kaldsvitnaði og gólfið fór á hreyfingu en sem betur fer bjargaði Eiríkur mér þetta var skelfileg lífsreynsla, ég vona að ég sjái svona ekki aftur nema kannski í sjónvarpinu =(

No comments: