13 dagar í jólafrí
Í nótt féll langþráður fyrsti snjór vetrarins, smá föl sem lá yfir öllu, ég er nú að vona að þetta haldist svona, þetta setur svo mikla jólastemmningu. Annars fór ég á jólamarkað í dag með Guðrúnu, Eiríki og Guðfinnu sem við héldum að væri rosalega flottur, það er mikið talað um hann og hann er mikið auglýstur, við urðum fyrir miklum vonbrigðum því þetta var alveg eins og markaðirnir sem við höfum verið að fara á í sumar og ekki hið minnsta spennandi eini munurinn var sá að nú var verið að bjóða jóladót. En við gerðum engu að síður mjög gott úr deginum og bökuðum sörur sem tókust að sjálfsögðu einstaklega vel.
No comments:
Post a Comment