2 dagar í jólafrí
Í dag var julbord í vinnunni, og var mér sagt að þetta væri dæmigert julbord eins og Svíarnir snæða á aðfangadagskvöld, þið verðið bara að fyrirgefa mér en mér fannst það nú bara ekkert jólalegt, það eina sem mér fannst nálgast jólamat var svokölluð jólaskinka, grjónagrautur og síld (sem er náttúrulega ómissandi á jólahlaðborði). Annað fannst mér frekar skrýtið og hversdagslegt eins og kjötbollur, kokteilpylsur og einhverskonar gratíneraðar kartöflur með einhverjum kjötbitum. Þá finnst mér nú íslenska jólahlaðborðið mun betra þó svo að Svíunum finnist hversdagslegt að vera með hamborgarahrygg þá finnst mér það mun jólalegra en kjötbollur og kokteilpylsur. Fyrir utan að mér fannst vanta malt og appelsín!!
No comments:
Post a Comment