14 dagar í jólafrí
Ég á ekki mörg orð um julfestina í gærkvöldi önnur en þau að það var alveg rosalega gaman. Þarna var samankomið starfsfólk lyfjasviðs spítalans og þegar við komum fengu allir poka með smá sælgæti og miða með upphafi jólalags sem sagði til um hvar maður átti að sitja. Ég var svo heppin að fá ég sá mömmu kyssa jólasvein, sem var eina lagið sem ég þekkti, síðan átti hver hópur fyrir sig að standa upp og syngja lagið sitt í keppni hver kæmi með besta flutninginn. Eins undarlega og það hljómar þekktu mjög fáir af mínum borðfélögum lagið og þar sem ég kunni lagið var ég spurð hvort ég gæti leitt hópinn, opnað með að syngja einsöng á íslensku og svo að syngja fyrir þeim á sænsku þau hlustuðu ekki á að ég væri ekki góður söngvari, sögðu að það væri frumleikinn sem skipti máli. Að sjálfsögðu gerði ég það við mikla aðdáun viðstaddra. Það var mörgum sem brá mjög í brún þegar ég byrjaði að syngja en samstarfsfólk mitt varð víst mjög stolt yfir því að geta sagt að ég væri að syngja á íslensku og ynni með þeim. Ég var stjarna kvöldsins og fólk kom endalaust til mín og hrósaði mér fyrir hvað ég hafi sungið vel (þið getið ímyndað ykkur hvað þau voru búin að drekka) ein konan kom til mín og sagði að dómnefndin hefði verið léleg, ég hefði átt að fá aðalverðlaunin ekki gestaverðlaun fyrir alþjóðlegan söng, einn maður kom til mín og sagði að sér hefði fundist íslenska útgáfan hljóma mun betur en sú sænska, vinkonur mínar af deildinni áttu ekki til orð yfir því að ég skyldi þora að standa upp og syngja fyrir framan svona stóran hóp. Þið sjáið að nú er ég byrjuð að setja merki mitt á Karlskrona.
No comments:
Post a Comment