18 dagar í jólafrí
Þó svo að það sé að líða að jólum er nú algert vorveður úti, líklega svipað og heima eftir lýsingum pabba, nema að hann ýki stórlega. Annars upplifði ég fullkominn vinnudag í dag, þannig er að einn sjúkraliðinn er lærður nuddari og þegar það er vel mannað setur hún upp lista og þeir sem vilja nudd geta skráð sig. Ég fékk semsagt nudd í dag í hádeginu og fór svo í hádegismat beint á eftir, getið þið ímyndað ykkur hvað ég var hress og endurnærð eftir hádegið, mér var meira að segja alveg sama þó ég þurfi að eyða restinni af deginum í þvottahúsinu. Mér finnst að þetta eigi að vera á öllum vinnustöðum.
No comments:
Post a Comment