6 dagar í jólafrí
Þá er Luciudagurinn langt liðinn, ég var þerna í Luciulestinni, þ.e. ég var með glimmerskrautborða í hárinu og hélt á ljósi og leiddi gönguna á eftir Luciunni. Það var mjög gaman að taka þátt í þessu, þetta var eitthvað svo hátíðlegt þegar hersingin (við vorum 12) kom svífandi inn til sjúklinganna syngjandi Santa Lucia, gamla fólkið varð svo himinlifandi yfir þessu uppátæki. Svo höfðum við 3 litla tomtenissa. Á eftir settist svo starfsfólkið niður saman og fékk sér lussekatta (sérstakar saffranbollur bakaðar af þessu tilefni), piparkökur og glögg. Síðan tók alvaran við og við snérum okkur að störfum dagsins. Ég ætti kannski að taka fram að ég söng ekki með þar sem það eina sem ég kunni úr textanum var santa lucia. Versta var að ég gleymdi myndavélinni heima en það reddast þar sem það voru fleiri með myndavélar og ég fæ að taka eftir filmum hjá þeim.
No comments:
Post a Comment