Monday, December 29, 2003

Sæl öllsömul, jú það hafðist, ég fór í rétt flug núna hahahahahaaaa:-)
Annars verð ég að segja ykkur smá draugasögu, þegar ég kom heim úr vinnunni í dag kl 16 tók ég eftir því að það hafði verið hreyft við ýmsu í íbúðinni hjá mér frá því ég fór um morguninn. T.d. var búið að taka póstinn upp af gólfinu, draga sturtuhengið fyrir sturtuna, glas sem var í stofunni var komið í vaskinn, rúmið umbúið (sem ég nennti ekki hálfsjö þegar ég hljóp í strætó) og bolur sem var á sófanum fann ég svo undir sænginni. Mér sem var frekar brugðið (náttúrulega alin upp í íslenskri álfa- og tröllatrú ) hugsaði um sænska búálfinn sem mér var sagt frá fyrir jólin og hugsaði sem svo að hann hlyti að hafa komið í heimsókn til mín nema það sé einhver feiminn húsdraugur hjá mér þó svo að ég hafi ekki orði vör við hann áður þar til ég sá það ......... bréfið á ferðatöskunni minni (já ég var ekki búin að ganga frá henni) það var frá leigusalanum þar sem hún skýrði frá því að hún skildi sýna ibúðina kl 15 (ég náttúrulega í vinnunni og hafði enga hugmynd um þetta) og svo að þessi skoðandi hefði tekið íbúðina (greinilega horft framhjá ferðaþreyttum íbúanum sem ætlaði að ganga frá öllu í dag) þannig að nú slepp ég við að borga 2falda leigu. Hugsið ykkur samt kellan bara ryðst inn og tekur til hjá manni til að sýna íbúðina, ég vissi að það stæði til að sýna íbúðina en ekki að það myndi gerast fyrr en á nýju ári, hefði reyndar viljað vita af því sjálf svona fyrirfram og ganga sjálf frá mínu dóti, skil ekki afhverju kellan hringdi ekki í mig í vinnuna til að láta mig vita frekar stuttur fyrirvari hjá henni, að lauma bréfi inn snemma morguns og taka sénsinn á því að einhver verði heima eða ekki heima. En svona er líklega hinn harði heimur leigusalans líkt og skátans, ávallt viðbúinn að draga inn nýja leigjendur.
Draugakveðjur
Anna Dóra

No comments: